Loftgæði eru lífsgæði

Markmið Lofta er að upplýsa, fræða og kynna fyrir fólki lausnir á loftgæðavandamálum samtímans.

Clear Blue Skies

Lykilatriði sem hafa ber í huga

Það eru ótal atriði sem þarf að huga að þegar fólk stendur frammi fyrir því að ákveða hvort eða hvernig loftræsikerfi skal setja upp.

Endurbætur eða nýbygging

Loftræsingu er hægt að koma fyrir í nýbyggingum jafnt sem eldri byggingum. Skoða þarf aðstæður vel hverju sinni.

Jafnari herbergishiti er lykilatriði

Rétt loftskipti geta auðveldlega takmarkað hitasveiflur innandyra svo um munar. Það getur gert gæfumuninn.

Allt loft síað og aukin loftgæði

Loftræsisamstæður eru allar með góðar síur sem grípa sót, frjókorn, ryk og önnur óæskileg efni úr andrúmsloftinu.

Rakastigi haldið í skefjum

Með stöðugum loftskiptum tryggir búnaðurinn að röku lofti er kastað út og síuðu fersklofti er blásið inn.

Súrefnisríkt loft er tryggt með loftskiptum

Þungt loft í svefnherbergjum, skólastofum og skrifstofum heyrir sögunni til með stöðugum innblæstri af fersku lofti.

Húseigendur geta treyst á rétt loftskipti

Leigusalar geta tryggt fullkomin loftgæði með loftræsikerfi og þurfa ekki að hafa áhyggjur af rakaskemmdum í sinni eign.

Kostirnir eru ótvíræðir og margir

Hvort sem þú ert einstaklingur með íbúð, starfsmaður í fyrirtæki eða byggingarverktaki að skipuleggja næsta verkefni, þá þarftu alltaf að huga að loftgæðum.

Íbúar, starfsmenn og nemendur

  • Súrefnisríkt inniloft allan daginn.
  • Jafnara hitastig allt árið.
  • Hreinna loft með góðum síum.
  • Áhyggjulaus dagur með loftskiptum.
Tourist taking photo of a building
Windows of a building in Nuremberg, Germany

Húseigendur, fyrirtæki og verktakar.

  • Rakastigi haldið í skefjum allt árið.
  • Loftskipti tryggð þó gluggar séu lokaðir.
  • Ánægðir viðskiptavinir, starfsfólk og leigjendur.
  • Húsnæði endist lengur og notendur ánægðari.